Tilgangur verklagsreglna

Verklagsreglur
bæklunarskurðdeilda
Verklagsreglur bæklunarskurðdeilda Verklagsreglur bæklunarskurðdeilda
Verklagsreglur á bæklunarskurðdeildum LSH
Síðast endurskoðaðar 9. nóvember 2009
Endurskoðaðar og samþykktar á samráðsfundi 10. nóvember 2006 Umsjón og útgáfa
Verklagsreglur bæklunarskurðdeilda Efnisyfirlit

Tilgangur verklagsreglna bæklunarskurðdeilda LSH. . 3

Vinnuskipulag og aðgengi að læknum. . 4
Innlagnir/innkallanir. …………………………………………………………. 4
a. PM fyrirmæli fyrir bæklunarskurðaðgerðir.
b. PM fyrirmæli eftir bæklunarskurðaðgerðir.
Blóðgjöf. ……………………………………………………………………….… 9
Vökva- og saltjafnvægi. ………………………………………………………. 10
Mæling lífsmarka og súrefnisgjöf. ……………………………………………. 11
Sýklalyf. ………………………………………………………………………… 12
Verkjalyf. ….…………………………………………………………………. 13
VIII. Blóðsegvörn. …………………………………………………………………… 15
Húðhreinsun/sturtur. …………………………………………………………. 16
Fæði. ……………………………………………………………………………. 17
Hreyfing. ………………………………………………………………………. 18
a. Hreyfing eftir liðskipti í hné
b. Hreyfing eftir liðskipti í mjöðm
c. Hreyfing eftir hryggspengingu
Umbúðir. ……………………………………………………………….….…… 22
XIII. Sárakerar. ……………………………………………………………….……. 23
XIV. Þvaglát. …………………………………………………………………….…… 24
Beinþynningarbrot og byltur. . 25
XVI. Útskrift. . .26
XVII. Fjöláverkar. ……………………………………………………………………. 27
Verklagsreglur bæklunarskurðdeilda Tilgangur
verklagsreglna á bæklunarskurðdeildum LSH
Markmið þessara verklagsreglna er að tryggja gæði þeirrar þjónustu sem veitt er á bæklunarskurðdeildum LSH með samræmingu vinnubragða. Þannig er stefnt að því að; 2. verklag verði síður háð mannabreytingum 3. dregið verði úr líkum á mistökum Yfirlæknir og deildarstjórar bera ábyrgða á að unnið sé eftir verklagsreglum þessum og
þeim viðhaldið um leið og þeir bera ábyrgð á því, að þær séu kynntar nýju starfsfólki og það Verklagsreglur bæklunarskurðdeilda Vinnuskipulag og aðgengi að læknum
Deildarlæknar/sérfræðingar fylgja PM blaði varðandi föst pre- og postop fyrirmæli. Flettifundir með deildarlækni og/eða sérfræðingi verða alla daga. Síðan ganga deildarlæknir/sérfræðingur, ábyrgur hjúkrunarfræðingur, sjúkraþjálfari og eftir atvikum hjúkrunardeildarstjóri til sjúklinga. Sérfræðingum ber að fylgja sínum sjúklingum eftir alla daga ef tök eru á eða fela öðrum sérfræðingum þá ábyrgð í fjarveru sinni. Deildarlæknar hafa fast kvöldinnlit á legudeildir. Innlagnir/innkallanir
Biðlistastjóri heldur utan um biðlista bæklunarskurðdeildar. Innskriftarmiðstöð sér um innskriftir miðað við áætlun biðlistastjóra á innköllunum Deildarstjórar meta plássgetu legudeilda frá degi til dags. Ef frávik verða sem gera niðurfellingu aðgerðar nauðsynlega ber deildarstjórum að bera saman bækur sínar áður en aðgerð verður aflýst. Deildarstjórar gera biðlistastjóra viðvart. Biðlistastjóri ákveður endanlega í samráði við yfirlækni hvaða sjúklingur verður ekki Biðlistastjóri lætur skurðstofustjóra vita um breytingar. Yfirlæknir lætur tiltekinn sérfræðing vita. Bráðasjúklingar leggjast inn á þá deild sem hefur vaktina hverju sinni. Hefur deild A-5 vaktina oddatöluvikudaga en B-5 slétta vikudaga. Sjúklingar sem útskrifast af öðrum deildum yfir á bæklunarskurðdeild leggjast inn á þá deild sem hefur vaktina útskriftardaginn. Ef sjúklingur leggst inn vegna sama vandamáls og hann lá inni með áður leggst hann inn á sömu deild og áður ef innlögn er innan mánuðar frá útskrift. Verklagsreglur bæklunarskurðdeilda PM fyrirmæli fyrir bæklunarskurðaðgerðir

Upplýsa skal sjúkling um eðli og áhættur þeirrar aðgerðar sem hann mun gangast undir og
staðfestir sjúklingur þetta á samþykkisyfirlýsingu.
Ganga skal úr skugga um að séróskum skv. innlagnarbeiðni sé sinnt.
Skrá/tilkynna skal sjúkling til aðgerðar á aðgerðarbeiðni í Orbit.

Rannsóknir:
I.

Blóðprufur

Við óblóðugar réttingar og minni aðgerðir (handaraðgerðir, fjarlæging á innri festingum,
aðgerðir í útlimastasa, liðspeglanir) þarf ekki blóðprufur. Blóðprufur þarf aðeins ef blóðtap er
fyrirsjáanlegt (s.s. gerfiliðaaðgerðir, hryggskekkjuaðgerðir, mjaðmarosteotomiur, o.fl.) og/eða
ef aðrir sjúkdómar segja þar til um.
Blóðstatus (ef > 75 ára, stærri aðgerðir, ef hjarta-, lungna- eða nýrnasjúkdómar, ef illkynja
sjúkdómar eða sjúkdómar með aukna blæðingartilhneigingu)
Elektrolytar, creatinin (ef > 75 ára, ef þvagræsilyf, sterar eða digitalis, ef nýrnasjúkdómur,
innkirtlasjúkdómar s.s. sykursýki eða lifrarsjúkdómar)
INR (ef blóðþynning, sjúkdómar með aukinni blæðingarhættu, lifrarsjúkdómar)
Blóðsykur (ef > 75 ára, stærri aðgerðir, sykursýki, offita eða steranotkun)
Lifrarpróf (ef lifrarsjúkdómar, saga um lifrarbólgu, áfengissýki eða vannæring).
II.
Pöntun blóðhluta

Blóðflokkun þarf ekki við óblóðugar réttingar, speglanir eða aðgerðir neðan hnjáliða eða
olnboga.
BAS prófa við opna brotameðferð á upphandlegg og fótlegg og aðgerðir þar sem blóðtap er
mögulegt.
Panta 2 einingar í gerfiliðaaðgerðir, hryggspengingar, mergneglingar á lærlegg, DHS og
aðgerðir þar sem blóðtap er fyrirsjáanlegt.
Panta 4 einingar í endurgerfiliðaaðgerðir, hryggskekkjuaðgerðir.
III.
Röntgen

Ný rannsókn ef fyrirliggjandi myndir af aðgerðarsvæði eru > 3 mánaða gamlar.
Sérrannsóknir þar sem það á við (prótesupelvis ef gerfiliðaaðgerð á mjöðm, standandi hné ef
gerfiliðaaðgerð á hné, HKA rannsókn ef osteotomia á hné eða fótlegg, navigations-CT ef
hryggspenging með navigation) eða ef svo er kveðið á um í innlagnarbeiðni.
Röntgenmynd af lungum eingöngu ef til staðar er teljandi lungnasjúkdómur.
Verklagsreglur bæklunarskurðdeilda Hjartalínurit

Ef > 50 ára, stærri aðgerðir, ef til staðar eru hjarta-/lungnasjúkdómar, innkirtlasjúkdómar,
sjúkdómar í miðtaugakerfi eða illkynja sjúkdómar.
V.
Sérfræðibeiðni

Eftir atvikum vegna annarra sjúkdóma og þá í samráði við svæfingarlækni eða ef svo er
kveðið á um í innlagnarbeiðni.
VI.
Breytingar á lyfjameðferð

Blóðþynningarmeðferð með Kóvar, Waran etc. ber að hætta < 7 dögum fyrir aðgerð. Gefa inj
Fragmin 5000 ie daglega í stað þessa.
Acetylsalicylsýru í lágum skömmtum (< 1g/24 klst) ber að hætta 3 dögum fyrir aðgerð, ef í
háum skömmtum (> 1g/24 klst) 7 dögum fyrir aðgerð.
Diklofenac (Voltaren), ibuprofen, ketoprofen, indometacin ber að hætta 3 dögum fyrir aðgerð.
Naproxen, piroxikam (Felden), tenoxicam (Alganex) ber að hætta 7 dögum fyrir aðgerð.
Fyrirbyggjandi lyfjameðferð:
I.

Sýklalyf

Við hreinar aðgerðir án ísetningar málms eða ítarhlutar þarf ekki fyrirbyggjandi
sýklalyfjameðferð.
Við ísetningu málms eða ítarhlutar; inj Equacillin 1g x 4 í einn sólarhring (eða; inj Dalacina
600mg x 3 í einn sólarhring ef penicillin ofnæmi)
Gefa sýklalyf á undirbúningsherbergi svæfingar (1 klst. fyrir upphaf aðgeðar eða stasa) – skrá
rafrænt í Therapy (áður lyfjablað I).
II.
Blóðsegavörn

Að öllu jöfnu óþörf ef um hefðbundnar aðgerðir er að ræða þar sem gönguþjálfun er hafin
strax í kjölfar aðgerðar og fyrirsjáanleg innlögn er < 4 dagar nema að sérstakir áhættuþættir
séu til staðar.
Áhættuþættir; sjúklingar með sögu um blóðtappa og/eða lungnarek, sjúklingar með illkynja
æxli, offita (BMI > 30), sjúklingar á hormónameðferð (getnaðarvarnarpilla, estrogen
meðferð eldri kvenna), sykursýki, slæmir æðahnútar.

Inj. Fragmin 5000 ie að kvöldi aðgerðardags og síðan daglega í 7 daga (eða lengur ef ástæða
er til).
Ef blóðþynningarmeðferð hefur verið hætt fyrir aðgerð þá á að setja hana inn að nýju á 3. degi
eftir aðgerð.
Verklagsreglur bæklunarskurðdeilda Verkjalyf

Ef frábendingar eru ekki til staðar þá; T. Panodil 500mg 1-2 x 4 ásamt T. Nobligan 50 mg 1-2
x 4. Gefa fyrirmæli um sterkari lyf sérstaklega hvort heldur sem föst lyf eða pn lyf.

IV.

Önnur lyf

Gefa magalyf, Nexium 40mg x 1 eða Asýran daglega ef aðgerð > 2 klst.
Gefa fyrirmæli um ógleðilyf t.d. Primperan og svefnlyf ef saga gefur tilefni til.
Athugið; aðgæta þarf sérstaklega að því að pre-med lyf s.s. sýklalyf séu tímasett m.t.t. þess
þótt gefin séu fyrirmæli þar um t.d. við innskrift.

Verklagsreglur bæklunarskurðdeilda
PM fyrirmæli eftir bæklunarskurðaðgerðir
Rannsóknir

Ef blæðing í aðgerð > 500 ml á að mæla bóðstatus. Blóðstatus ber einnig að fá daginn eftir
blóðgjöf.
Elektrolyta og kreatinin (ásamt blóðstatus) ber að taka eftir allar stærri aðgerðir og síðan eftir
atvikum.
Aðrar blóðprufur s.s. INR ef blóðþynningarmeðferð er hafin, myoglobulin hjá
fjöláverkasjúklingum og aðrar blóðprufur eftir atvikum.
Röntgenrannsókn af aðgerðarsvæði ber að fá eftir vel flestar aðgerðir ef myndir hafa ekki
verið teknar út á skyggnimagnara á skurðstofu.
II.
Meðferð

Íhuga blóðgjöf ef hemoglobin er < 90.
Verkjalyfjameðferð, fjarlæging sárkera og þvagleggja, sýklalyfjameðferð og sáraeftirlit með
umbúðaskiptum fer eftir verklagsreglum.
III.
Sjúkra-/iðjuþjálfun

Fer eftir fyrirmælum eftir aðgerð svo fremi sem ekki er um stöðluð fyrirmæli að ræða s.s. eftir
hefðbundnar gerfiliðaaðgerðir.
IV.
Útskrift

Huga að útskriftarmöguleikum strax við innskrift, gefa þá strax fyrirmæli um fyrstu skref til
útskriftar og ganga frá nauðsynlegum umsóknum.
Eftirlit eftir 1 viku fer fram ef fylgjast þarf með að óblóðug rétting brota haldist.
Eftirlit eftir 2 – 3 vikur er að öllu jöfnu til sáraeftirlits, fjarlægingu sauma og gipsskipta. Ef
sérstakar ástæður eru ekki fyrir hendi er röntgen að öllu jöfnu óþarft.
Eftirlit eftir 6 – 8 vikur fellur oftast saman við fjarlægingu gipsumbúða. Er röntgenrannsókn
þá oftast æskileg til mats á gróanda
Gerfiliðir í hnjám og mjöðmum koma til eftirlits eftir 6 vikur til mats á hreyfiferlum og 3
mánuði að undangenginni röntgenmynd.
Verklagsreglur bæklunarskurðdeilda III. Blóðgjöf.
Markmið.
Að bæta upp blóðtap eftir bæklunarskurðaðgerð.
Ábyrgð. Læknir ber ábyrgð á fyrirmælum um blóðgjöf. Hjúkrunarfræðingur gefur blóðið en
fyrir gjöf ber að skoða alla blóðhluta af tveimur ábyrgum einstaklingum.
Framkvæmd. Nema annað sé tekið fram er gefið rauðkornaþykkni. Ef hgb. < 90 skal gefa
blóð. Við blóðgjöf skal fylgja kliniskum leiðbeiningum sjúkrahússins.
Fá skal blóðstatus daginn eftir aðgerð ef blæðing í aðgerð og eftir er > 500 ml. Fá skal
blóðstatus daginn eftir blóðgjöf.
Skráning. Fyrirmæli um blóðgjöf er skráð á fyrirmælablað og gjöf skal skrá á hitablað
sjúklings. Fylgiseðlar og eftirlitsblað eru færð í sjúkraskrá.

Eftirlitsblað vegna blóðgjafar.
Blóð kemur á deild kl. . dags. .

Nafn
sjúklings
(límmiði)

Ath. Ekki hita blóð upp fyrir gjöf. Blóðgjafartími á ekki að fara yfir 4 klst.
Réttur blóðhluti Hjfr.

Fyrirliggjandi fyrirmæli fyrir gjöf skoðuð
Merking blóðhluta
Blóðflokkur, einingar og blóðflokkur sjúklings
Borin saman á blóðflokkasvar eða á blóðpöntunarseðli.
Dagur og upphafstími gjafar skráður.

Flipi á blóðpoka festur á fylgiseðil.
Líftími blóðhluta.
Umbúðir heilar? Hemolysa? Kekkjun? Útrunnið? .
Poka velt x8-10 fyrir gjöf.

Nafn og kennitala á fylgiseðlum borin saman við Munnlegar upplýsingar sjúklings eða armmerki.
Gefa hægt í 15 mín., síðan eins hratt og ástand sjúklings leyfir. Mæling lífsmarka.
Við upphaf blóðgjafar

kl. . Bp . p . H .
.
kl. . Bp . p . H .
.
kl. . Bp . p . H .
.
kl. . Bp . p . H .
.
kl. . Bp . p . H .
.
kl. . Bp . p . H .
.
kl. . Bp . p . H .
.

Skrá magn, kvittun og flutning eftirlitsblaðs í sjúkraskrá.

.

Athuga;
Hættumerki um ofnæmissvörun; öran hjartslátt, öran andardrátt, verk í hrygg eða
fyrir brjósti, stingi í höndum eða fótum, kláða eða roða í andliti, hækkun líkamshita.

Verklagsreglur bæklunarskurðdeilda Vökva- og saltjafnvægi.

Markmið. Að fyrirbyggja truflun á vökva- og saltbúskap og leiðrétta slíka ef verður. Að
stytta þann tíma sem sjúklingur fastar eins og mögulegt er.

Framkvæmd. Reglulegt eftirlit skal hafa með helstu merkjum vökvaskorts;

1.

Vökvaskráning skal eingöngu vera hjá þeim sem eru í sérstökum áhættuhópum eða til eftirlits
hjá þeim þar sem truflun hefur orðið marktæk.
Rétt þykir að auka ábyrgð sjúklinga fyrir eigin vökvainntekt með fræðslu.
Skráning. Fyrirmæli um vökvagjöf í æð eru gefin af lækni. Ber að skrá þau í Therapy og á
sérstakt eyðublað.
Fyrirmæli um blóðprufur eru skráð á fyrirmælablað.
Inn-/útskilnaður sjúklinga eru skráður á vökvaskema/þvagskema og flutt á hitablað við
sólarhringsuppgjör kl. 24.
Athuga. Sérstaka aðgát skal viðhafa hjá; 1) öldruðum (sérstaklega eldri konum), 2)
sjúklingum með hjarta- og æðasjúkdóma, 3) sjúklingum með nýrnasjúkdóma, 4) sjúklingum
sem misst hafa mikinn vökva eða blóð í aðgerð og 5) sjúklingum sem fengið hafa
mænudeyfingu.

Verklagsreglur bæklunarskurðdeilda Mæling lífsmarka og súrefnisgjöf.
Markmið. Að stuðla að öryggi sjúklings með samfelldu eftirliti lífsmarka og viðbrögðum við
óvæntum frávikum. Eru almenn viðmiðunarmörk:
1. blóðþrýstingur; diastola 50 - 90 mmHg, systola 90 - 140 mmHg. 2. púls; 50 - 90 slög/mín. 3. hiti; 36,5 – 37,5°C 4. Súrefnismettun í blóð (SaO2); > 92%.
Ábyrgð. Hjúkrunarfræðingar/sjúkraliðar fylgjast með og mæla lífsmörk eftir aðgerð daglega
og/eða eftir þörfum.
Læknir gefur skrifleg fyrirmæli ef þörf er á sérstöku eftirliti lífsmarka eftir aðgerð. Allar
breytingar lyfja eru á ábyrgð læknis og ber að skrá rafrænt í Therapy (áður lyfjablað I).
Framkvæmd. Hjúkrunarfræðingur/sjúkraliði mælir lífsmörk x1 á vakt fyrstu 3 dagana eftir
aðgerð og/eða þar til þau eru eðlileg.
Líkamshita skal mæla daglega meðan sjúklingur er með sauma í sári. Morgunhiti skal liggja
fyrir á stofugangi.
Líkamshita sjúklinga sem liggja áfram á bæklunarskurðdeild eftir að virkri meðferð er lokið
skal mæla vikulega.
Sjúklingar skulu fá súrefni aðgerðardaginn eftir gerfiliðaaðgerðir og aðrar stærri aðgerðir í 3
sólarhringa.
Athuga; ef efri mörk blóðþrýstings eru < 100 mmHg að morgni skal hjúkrunarfræðingur bíða
með gjöf blóðþrýstingslyfja og bera það undir stofugang hvernig lyfjagjöf skuli háttað.


Verklagsreglur bæklunarskurðdeilda Sýklalyf.

Markmið.
Að koma í veg fyrir sýkingar við bæklunarskurðaðgerðir.
Ábyrgð. Við innlögn/innskrift gefur læknir fyrirmæli um viðeigandi sýklalyf rafrænt í
Therapy (áður lyfjablað I). Er kliniskum leiðbeiningum þar fylgt (sjá bls. 4) nema annars sé
getið.
Hjúkrunarfræðingur ber ábyrgð á gjöf sýklalyfja og að fylgjast með mögulegum
aukaverkunum.
Gefa ber sýklalyf 1 klst. fyrir upphaf aðgerðar og/eða blóðtæmingar.
Framkvæmd. Læknir gefur fyrirmæli um 1) tegund sýklalyfs, 2) styrk og, 3) fjölda
sýklalyfjagjafa rafrænt í Therapy (áður lyfjablað I).
Hjúkrunarfræðingur sér um að blanda lyfið á réttan hátt skv. leiðbeiningum
lyfjaframleiðanda/apóteks og gefa á tilgreindan hátt.
Sýklalyfjagjafir eftir aðgerð skal samræma við keratöku, þannig að síðasti lyfjaskammtur nái
yfir 24 klst. Á þá að fjarlægja sárakera innan við 4 klst. eftir síðustu sýklalyfjagjöf.
Aukaskammtur sýklalyfs sem gefinn er í aðgerð telst ekki til fastra sýklalyfjagjafa.

Skráning. Hjúkrunarfræðingur skráir gjöf á lyfjablað sjúklings.
Athuga. Áður en fyrirmæli um sýklalyfjagjöf eru gefin skal læknir ganga úr skugga um að
sjúklingur hafi ekki ofnæmi fyrir tilteknu lyfi sem og skal hjúkrunarfræðingur ganga úr
skugga um það sama fyrir gjöf.

Ef útferð úr sári er einhver að ráði og slík að skipta þarf um umbúðir fyrr en verklagsreglur
segja til um (5-7 dagar) er rétt að tekin verði afstaða til áframhaldandi sýklalyfjagjafar.

Verklagsreglur bæklunarskurðdeilda VII. Verkjalyf
Markmið.
Að lágmarka verki eftir bæklunarskurðaðgerðir og stuðla þannig að auðveldari og
árangursríkari endurhæfingu.
Ábyrgð. Læknir gefur fyrirmæli um verkjalyf. Hjúkrunarfræðingar fylgja fyrirmælum og
bregðast við ef fyrirskipuð verkjalyfjameðferð er ófullnægjandi (verkir >3 í hvíld á VAS
skala)
Framkvæmd. Verkjameðferð er ákveðin fyrir aðgerð eða strax að henni lokinni áður en
sjúklingur fer á legudeild. Notaður skal verkjakvarði við mat á verkjum sjúklings.
I. Almenn verkjalyfjameðferð. Grunnverkjalyf, ef frábendingar eru ekki til staðar, eru
Paracetamol 1g x 4 + Nobligan 50-100mg x 4.
Rétt er að gefa fyrirmæli um Morfín sem verkjalyf til hliðar (pn lyf).
Ef verkir eru eftir sem áður >3 á VAS skala eða ef sjúklingur er að fá > 10mg af Morfín til
hliðar er rétt að setja inn Oxycontin 10-20mg x 3 í stað Nobligans.
Verkjalyf eru gefin kl. 07 að morgni til að tryggja að sjúklingar séu sem best verkjastilltir fyrir
hreyfingu.
II. Sértæk verkjalyfjameðferð. Ef frábendingar eru ekki til staðar er við tilteknar aðgerðir
gefin sérstök verkjameðferð.
1.
LIA deyfing (Lokal Infiltrations Anesthesi). Deyfingarleggur í hnéð er settur í aðgerð. Áfyllingin fer síðan fram um hádegisbilið daginn eftir aðgerð þegar u.þ.b. sólarhringur er liðinn frá aðgerð og annast deildarlæknir/sérfræðingur hana. Notað er við framkvæmdina: a) sterilar grisjur til þvottar og klórhexidinspritt; b) 25 ml steril sprauta með skrúfutengi (luer lock); c) gróf steril nál til að draga úr glasi; d) sterilir hanskar og; e) teygjubindi. Til staðar þarf að vera 20 ml Narop (ropivakain) 7,5 mg/ml, í dauðhreinsaðri plastlykju og 1 ml Toradol (ketorolak) 30 mg/ml, í glerampúllu. Framkvæmd: Umbúðirnar um hnéð eru losaðar svo hægt sé að komast að bakteríusíunni. Notaðir eru sterílir hanskar. Hjúkrunarfræðingur opnar Toradol glasið þannig að læknir sem gefur deyfinguna getur dregið, fyrst innihald Naropin plastlykjunnar (20 ml) og síðan Toradol glerampúllunar (1 ml), upp í 25 ml sprautuna. Með blautri klorhexidín grisju er tappinn á bakteríusíunni fjarlægður, sprautan skrúfuð á hana og deyfingin gefin. Að þessu loknu er deyfileggurinn fjarlægður og þess gætt að hann sé heill. Að lokum er vafið um hnéð að nýju. 2. EDA deyfing (EpiDural Anesthesi). Deyfingarleggur í utanbastrými mænugangna er settur í aðgerð. Fyrirmæli um lyfjagjöf eru gefin af svæfingarlækni og eiga að liggja fyrir við komu á legudeild. Ef meðferðin reynist ófullnægjandi (verkir > 3 í hvíld á VAS) ber að hafa samband við vakthafandi deildarlækni á svæfingu eða fulltrúa svæfingarteymis sem annast daglegt eftirlit. Verklagsreglur bæklunarskurðdeilda Draga ber úr magni deyfingar þegar á öðrum degi eftir aðgerð og fjarlægja á deyfingarlegginn á þriðja degi. Ekki má fjarlægja utanbastlegg fyrr en a.m.k. 10 klst. eftir gjöf Fragmíns og 2-3 klst. fyrir gjöf. Ef utanbastleggur dregst út stuttu eftir gjöf blóðþynningar þar sjúklingur að liggja í 4 klst. 3. Morfin dreypi. Er oftast um að ræða sjúklingastýrða verkjalyfjagjöf í æð (PCA) sem er í umsjón svæfingarlækna. Eiga fyrirmæli um lyfjagjöf að liggja fyrir við komu á legudeild af
hálfu svæfingarlæknis. Ef meðferðin reynist ófullnægjandi (verkir > 3 í hvíld á VAS) ber að
hafa samband við vakthafandi deildarlækni á svæfingu eða fulltrúa svæfingarteymis sem
annast daglegt eftirlit. Eftirlit á deild er samkvæmt sérstöku eftirlitsblaði.
III. Verkjalyf við útskrift. Sjúklingar útskrifast að öllu jöfnu á grunnverkjalyfjameðferð
(Paracetamol 1g x 4 + Nobligan 50-100mg x 4). Frávik eru skv. verkjamati og skriflegum
fyrirmælum sérfræðings.
Ef sjúklingur hefur verið á Oxycontin í stað Nobligans fyrir útskrift kemur til greina að gefa
Parkódín forte í stað þess.

Verklagsreglur bæklunarskurðdeilda VIII. Blóðsegavörn
Markmið.
Að minnka hættuna á myndun blóðsega og lungnareki í kjölfar áverka og aðgerða.
Ábyrgð. Læknir ber ábyrgð á skriflegum fyrirmælum um blóðsegavörn að því marki sem slík
fellur ekki undir verklag deildarinnar,
Framkvæmd. Blóðsegvörn er gefin eftir tegund aðgerðar og áhættu sjúklings. Almennt
gildir.
1. blóðsegavörn er ekki nauðsynleg eftir styttri aðgerðir þar sem legutími er < 4 dagar nema sérstakir áhættuþættir liggja fyrir. 2. við aðgerðir á efri útlimum þarf ekki blóðsegavörn. 3. fyrir valaðgerðir (gerfiliðaaðgerðir á mjöðmum og hnjám, hryggspengingar og þar sem rúmlega > 3 dagar er fyrirsjáanleg) skal gefa inj. Fragmin 5000 a.e. undir húð kvöldið fyrir aðgerð og síðan hvert kvöld í lágmark 7 daga eða lengur eftir þörfum. 4. eftir mjaðmabrot eða aðra stærri áverka þar sem blóðsegavörn er talin nauðsynleg skal gefa Fragmín 5000 a.e. strax eftir aðgerð eða strax eftir innlögn ef biðtími eftir aðgerð er > 10 klst. 5. ef sjúklingur með gips á fæti á framundan flug innan við viku frá aðgerð ber að huga að blóðþynningarmeðferð með Fragmín 5000 a.e. í 7 daga.
Skráning. Fyrirmæli og gjöf er skráð rafrænt í Therapy (áður lyfjablað I) og gátlista fyrir
aðgerðir.
Áhættuhópar eru; sjúklingar með sögu um blóðtappa og/eða lungnarek, sjúklingar með
illkynja æxli, offita (BMI > 30), sjúklingar á hormónameðferð (getnaðarvarnarpilla, estrogen
meðferð eldri kvenna), sykursýki, slæmir æðahnútar, hjartalokusjúkdómar.


Ef sjúklingur er á blóðþynningarmeðferð fyrir valaðgerð skal hætta slíkri meðferð ekki síðar
en viku fyrir innlögn. Í staðinn fær sjúklingur blóðsegavörn með Fragmín 5000 a.e. daglega.
Í þeim tilvikum sem um skyndinnlögn er að ræða skal hætta blóðþynningarmeðferð strax og
mæla INR. Ef INR er < 1,4 er engin frábending aðgerðar til staðar. Ef INR < 1,8 er
framkvæmd aðgerðar samkomulagsatriði milli skurðlæknis og svæfingarlæknis.
Ef INR > 1,4 og hægt er að fresta aðgerð eftir þörfum eru gefnar 2 einingar af plasma og INR
mælt. Ef það er enn of hátt þarf að gefa tvær einingar til viðbótar og mæla síðan INR að nýju.
Ef INR > 1,4 og aðgerð þarf að framkvæma strax ber að hafa samráð við vakthafandi
svæfingarlækni varðandi umsnúning á blóðþynningu.


Verklagsreglur bæklunarskurðdeilda Húðhreinsun/sturtur.

Markmið.
Að draga úr líkum á sýkingum.
Ábyrgð. Hjúkrunarfræðingur/sjúkraliði útskýrir tilhögun og framkvæmd og aðstoðar sjúkling
eftir þörfum.
Framkvæmd. Nær til sjúklinga sem innkallaðir eru til valaðgerða sem og bráðasjúklinga þar
sem biðtími eftir aðgerð er > 10 klst.
Húðhreinsun með klórhexidin sápu x2, annars vegar með böðun kvöldið fyrir aðgerð, heima
ef um valaðgerð er að ræða en annars á legudeild, og hinsvegar með neðanþvotti og þvotti
skurðsvæðis að morgni aðgerðardags áður en farið er í hreint rúm.
Að morgni aðgerðardags er skipt um þverlak og koddaver auk þess sem sjúklingur fer í hrein
nærföt.
Skráning. Fræðsla og framkvæmd er skráð í framvindunótur sjúklings sem og er framkvæmd
staðfest á gátlista fyrir skurðaðgerð.

Verklagsreglur bæklunarskurðdeilda
Markmið.
Að hver sjúklingur fái fæði sem uppfylli næringarfræðilegar þarfir hans miðað við
aðgerð og líkamlegt ásigkomulag.
Framkvæmd. Við innlögn skráir hjúkrunarfræðingur/sjúkraliði á þar til gerðan stað í
hjúkrunarupplýsingum hvort sjúklingur borði almennt fæði eða sé á sérfæði. Er einnig skráð
hvort til staðar sé fæðuóþol eða fæðuofnæmi.
Ef til staðar eru læknisfræðilegar ástæður fyrir sérfæði eða frávikum frá reglunni um almennt
fæði ber innskriftarlæknir ábyrgð á að slíkt sé tiltekið í fyrirmælum.
Fyrirmæli um föstu og föstutíma eru gefin af lækni og skráð í fyrirmæli sjúklings. Með föstu
er átt við
Hjúkrunarfræðingur/sjúkraliði panta sérfæði frá eldhúsi á ákveðnu eyðublaði eða að hringt er í
innanhússíma eldhúss (1601). Sjúkraliðar fara yfir matarkort x3 á dag og sjá til þess að
sjúklingur fái rétt fæði. Breytingar til eldhúss verða að berast símleiðis nema í hádeginu.
Ef vannæring er áberandi eða önnur næringarvandamál til staðar er rétt að hafa samráð við
næringarráðgjafa.
Skráning. Upplýsingar um daglegt fæði, fæðuóþol og ofnæmi eru skráðar á
hjúkrunarupplýsingar sjúklings. Allar fæðisbreytingar eru skráðar í framvindu hjúkrunar af
hjúkrunarfræðingi/sjúkraliða.

Verklagsreglur bæklunarskurðdeilda Hreyfing

Markmið.
Að flýta endurhæfingu sjúklinga eftir bæklunarskurðaðgerðir með áherslu
hreyfingu, að fyrirbyggja þrýstingssár og flýta útskrift. Stefnt er að legutími eftir
gerviliðaaðgerðir verði 3-4 sólarhringar.
Framkvæmd. Full fótavist án sérstakra takmarkana er leyfð nema annað sé tekið fram í
fyrirmælum sjúklings.
Sjúkraþjálfarar leggja upp áætlun um hreyfiþjálfun og hafa yfirumsjón um framkvæmd
hennar.
Sjúklingar eru fræddir um mikilvægi, markmið og fyrirkomulag hreyfiþjálfunar í hópfræðslu
og/eða við innlögn. Mikilvægt er að sjúklingar taki virkan þátt í þjálfuninni.
Hefja skal þjálfun aðgerðardag og miða við reglulega tímasetningu verkjalyfjagjafa.
A.
Hreyfing eftir liðskipti í hné.

Til að hreyfiþjálfun nái árangri verður sjúklingur að vera vel verkjastilltur.

Sjúklingar fá sértækar æfingar með sjúkraþjálfara x2 á dag virka vikudaga en x1 á
helgidögum. Er markmiðið að
1. auka hreyfiferla (sjúkraþjálfari) 2. styrkja vöðva umhverfis hnéð (sjúkraþjálfari) 3. bæta göngugetu (sjúkraþjálfari/aðstoðarmaður, hjúkrunarfræðingur, sjúkraliði) Varast ber að hlaða undir hnéð þegar sjúklingur liggur í rúmi – hvetja til að sitja sem mest
á rúmstokk eða í stól eða ganga.

Aðgerðardagur.

- hjálpartæki; há göngugrind.
- síðdegi eða kvöld – sjúklingur fer fram úr og gengur stutta vegalengd
/vera tveir
- kvöld – sjúklingur má sitja á rúmstokk eða í stól.
1. dagur.
- hjálpartæki; há göngugrind/hækjur.
Sjúklingur má: setjast við vask, fara á salerni, sitja í stól við allar máltíðir, ganga og hreyfa
sig eins og hann er fær um.
2. dagur.
- hjálpartæki; hækjur/ lág göngugrind eftir mati sjúkraþjálfara. - sjúklingur hvattur til að hreyfa sig meira (sitja/ganga), fær aðstoð eftir þörfum. Hafa grindur á rúmi niðri. - æfir sig í ADL (athöfnum daglegs lífs, þvær sér, klæðir o.fl.) - borðar helst allar máltíðir í borðstofu. - æfingar hjá sjúkraþjálfara x2/dag. Verklagsreglur bæklunarskurðdeilda 3. dagur að útskrift. Sjálfstæði sjúklings aukið og hann hvattur til að hreyfa sig meira.
Útskrift – hvað þarf sjúklingur að geta.

- gengið við hækjur/lága göngugrind - náð 80-90° beygju í hnénu og góðri réttu.
B. Hreyfing eftir liðskipti í mjöðm.

Til að hreyfiþjálfun nái árangri verður sjúklingur að vera vel verkjastilltur.

Sjúklingar fá sértækar æfingar x2 daglega virka daga og x1 helgidaga. Hjálpartæki; hár stóll,
sessa sem hægt er að setja í stól, salernisupphækkun, (griptöng, sokkaífæra),
gönguhjálpartæki.
1. auka hreyfiferla (sjúkraþjálfari). 2. styrkja vöðva umhverfis mjaðmarliðinn (sjúkraþjálfari) 3. kenna að fara úr og í rúm (sjúkraþjálfari) 4. bæta göngugetu (sjúkraþjálfari/aðstoðarmaður, hjúkrunarfræðingur/sjúkraliði)
Sjúklingar mega ekki

- snúa aðgerðarfæti inn á við,
- beygja yfir 90° í mjöðminni t.d. með því að halla sér of langt fram,
- krossleggja fætur,
- bogra
- setjast á hækjur sér.

Gæta þarf þess að sjúklingur hafi kodda á milli fóta þegar hann liggur á baki eða á hlið.

Aðgerðardagur.
- hjálpartæki; há göngugrind
- síðdegi eða kvöld, sjúklingur fer fram úr og gengur stutta vegalengd í
hárri grind / vera tveir til aðstoðar

1. dagur.
- hjálpartæki; há göngugrind / hækjur - sjúkraþjálfari og aðstoð hjálpa framúr fyrir og eftir hádegi - síðdegis og um kvöldið aðstoða sjúkraliði og hjúkrunarfræðingur sjúkling framúr - sjúklingur má sitja á rúmstokk eða í stól (muna sessu) við að borða ef hann er fær um það - æfingar hjá sjúkraþjálfara x2/dag
2. dagur.
- hjálpartæki; hækjur / lág göngugrind
- æfingar hjá sjúkraþjálfara x2/dag. Verklagsreglur bæklunarskurðdeilda Sjúklingur má

- setjast við vask (hár stóll eða sessa í stól)
- fara á salerni (muna salernishækkun)
- sitja í stól við allar máltíðir (muna sessu)
- sjúklingur má ganga og hreyfa sig eins og hann er fær um.

3. dagur að útskrift. Sjálfstæði sjúklings aukið og hann hvattur til að hreyfa sig meira / fær
aðstoð eftir þörfum. Hafa grindur á rúmi niðri.
- æfir sig í ADL (athöfnum daglegs lífs, þvær sér, klæðir o.fl.) - situr við allar máltíðir / fer í borðstofu - sjúklingur má ganga og hreyfa sig eins og hann er fær um - æfingar hjá sjúkraþjálfara x2/dag Útskrift – hvað þarf sjúklingur að geta. - sjálfbjarga fram úr rúmi og upp í - notað sokkaífæru og griptöng - gengið við hækjur / lága göngugrind - kunna skil á hvaða hreyfingar ber að varast og hve lengi - vera farinn að stjórna hreyfingum í kringum mjaðmarliðinn
C. Hreyfing eftir hryggspengingu.
Til að meðferð/hreyfing sé árangursrík verður sjúklingur að vera vel verkjastilltur.
Markmið;

- að auka færni s.s. snúa sér, fara fram úr rúmi og upp í, standa upp og setjast - bæta göngufærni - efla líkamsvitund - sjálfbjarga með ADL - stuðningsbelti Hreyfing er frjáls nema annað sé tekið fram. Sjúklingur fer fram úr þeim megin sem hann kýs.
Hjálpartæki; griptöng, sokkaífæra, salernisupphækkun.
Aðgerðardagur.
- Hjálpartæki; há göngugrind - síðdegi eða kvöld, sjúklingur fer framúr, stendur og gengur jafnvel stutta vegalengd / vera tveir til aðstoðar
1. dagur.
- sjúkraþjálfari og aðstoð hjálpa fram úr fyrir og eftir hádegi - um kvöldið aðstoða sjúkraliði og hjúkrunarfræðingur sjúkling fram úr - sjúklingur má sitja á rúmstokk eða stól við að borða Verklagsreglur bæklunarskurðdeilda
2. dagur.
- stuðningur við göngugrind minnkaður
Sjúklingur má

- setjast við vask
- fara á salerni
- sitja í stól við allar máltíðir
- sjúklingur má ganga og hreyfa sig eins og hann er fær um
- hafa grindur á rúmi niðri

3. dagur að útskrift. - notkun göngugrindar hætt
- sjúklingur er hvattur til að hreyfa sig meira, fær aðstoð eftir þörfum - æfir sig í ADL (athöfnum daglegs lífs, þvær sér, klæðir o.fl.) - borðar helst allar máltíðir í borðstofu Útskrift – hvað þarf sjúklingur að geta. - sjálfbjarga með hreyfingu - sjálfbjarga með ADL Verklagsreglur bæklunarskurðdeilda
XII. Umbúðir
Markmið.
Að halda skurðsárum hreinum og minnka líkurnar á blöðrumyndun.
Ábyrgð. Læknir/hjúkrunarfræðingur/sjúkraliði bera ábyrgð á að fylgjast með sáraumbúðum.
Umbúðaskipti á deild eru framkvæmd af hjúkrunarfræðingi í samráði við meðhöndlandi
skurðlækni eða deildarlækni.
Framkvæmd. Hjúkrunarfræðingur á skurðstofu setur umbúðir á skurðsár í samráði við
skurðlækni.
Valdar eru gegnsæjar og gegndræpar umbúðir (tegaderm, aquacele eða OpSite eftir tegund
aðgerðar,
staðsetningu sárs og líkindum á vessamyndun eftir aðgerð
Sjúklingar mega fara í sturtu með þessar umbúðir eins fljótt og líkamlegt ástand leyfir og er
ekki þörf á að líma plast yfir umbúðirnar.
Skipt er á umbúðum á 5-7 degi eftir aðgerð, fyrr ef umbúðir leka. Ekki eru settar nýjar
umbúðir ef skurður er vel lokaður, ef sjúklingur liggur ekki á honum eða ef engin hætta er á
að hann rífi hann upp með klóri. Meta ber þörf fyrir umbúðaskipti fyrir útskrift.
Skráning. Sáraskiptingar/mat á sárum er skráð í hjúkrunarferli/dagál sjúklings. Öll frávik frá
eðlilegum sárgróanda (s.s. merki um sýkingu með hita, roða og bólgu, blöðrumyndun o.fl.)
eru skráð í atvikaskráningu og safnað saman í möppu á deildinni.Verklagsreglur bæklunarskurðdeilda XIII. Sárakerar
Framkvæmd.
Hjúkrunarfræðingur ber ábyrgð á að sárakerar séu fjarlægðir skv.
verklagsreglum eða skriflegum fyrirmælum læknis. Um meðferð annarra kera en sárakera s.s.
brjóstholskera gilda skrifleg fyrirmæli.
Sárakerar eru fjarlægðir ekki síðar en sólarhring eftir aðgerð nema fyrir liggi skrifleg
fyrirmæli um annað.
Miða skal við að sárakeri sé fjarlægður ekki síðar en 4 klst. eftir síðustu sýklalyfjagjöf. Ekki
skal taka sárakera síðar en kl. 20 daginn eftir aðgerð.
Skráning. Magn vökva í kerapoka er skráð á hitablað og kerataka, hvort heldur er um að ræða
sárakera eða aðra, í framkvæmd hjúkrunar sjúklings.


Verklagsreglur bæklunarskurðdeilda XIV. Þvaglát
Markmið.
Að draga úr hættu á þvagfærasýkingum og koma í veg fyrir blöðrulömun vegna
ofþenslu.
Ábyrgð. Læknir skráir á fyrirmælablað ef sjúklingur skal hafa þvaglegg lengur en 48 klst.
eftir skurðaðgerð.
Hjúkrunarfræðingur ber ábyrgð á eftirliti með þvaglátum sjúklings, þvagleggstöku og
skráningu.
Framkvæmd. Þvagleggur, ef slíkur hefur verið settur upp í aðgerð, er tekinn á fyrsta degi eða
að morgni annars dags eftir aðgerð.
Hafi sjúklingur ekki kastað þvagi 4 klst. eftir aðgerð (sjúkl. án þvagleggs) eða þvagleggstöku
er framkvæmd ómskoðun af þvagblöðru (ómskoðunartæki á lyfjaherbergi B-6). Sýni ómun að
í blöðrunni standi > 400 ml. af þvagi er tappað af blöðrunni með einnota þvaglegg og síðan
framkvæma nýja ómun að öðrum 4 klst. liðnum ef sjúklingur hefur ekki í millitíðinni losað
sig við þvag. Ef fyrsta ómun sýnir < 400 ml. af þvagi í blöðru skal óma að nýju eftir 1-2 klst.
hafi þvaglát ekki orðið í millitíðinni.
Ef eðlileg þvaglát verða ekki eftir 2-3 skipti með aftöppun með einnota þvaglegg skal setja
upp þvaglegg með (#12 fyrir kvk, # 14 fyrir kk) og láta liggja. Slíkt skal þó ætíð framkvæma í
samráði við vakthafandi lækni.
Ef sjúklingur er sendur heim með þvaglegg ber jafnframt að tryggja að send hafi verið beiðni
til þvagfærarannsóknar á deild 11-A auk þess sem sjúklingur hafi fengið upplýsingabækling
um inniliggjandi þvaglegg og tilheyrandi fræðslu á deild.
Alltaf þegar því verður við komið á að láta sjúklinga ganga fram á salerni til að gegna
nauðsynjum sínum.
Skráning. Þvaglát og tími þvagláta sjúklinga sem ekki koma með þvaglegg úr aðgerð eru
skráð í framkvæmd hjúkrunar.
Þvagleggstöku skal skrá á framkvæmd hjúkrunar og á hitablað.
Þvaglát eftir þvagleggstöku og magn eftirstandandi þvags í blöðru ef slíkt er mælt skal skrá í
framkvæmd hjúkrunar.
Verklagsreglur bæklunarskurðdeilda XV. Byltur og beinþynningarbrot
Markmið.
Að tryggja að uppvinnsla og meðferð sjúklinga með meint beinþynningarbrot sé
sem best og í samræmi við klínískar leiðbeiningar Landlæknisembættisins
(http://www.landlaeknir.is/pages/102?query=).
Ábyrgð. Læknir ber ábyrgð á skriflegum fyrirmælum um sértækar rannsóknir m.t.t.
beinþynningar og frekari læknisfræðilegri uppvinnslu.
Hjúkrunarfræðingur ber ábyrgð á öflun upplýsinga um færni við athafnir daglegs lífs,
félagslegar aðstæður og stuðningsnet fyrir innlögn.
Framkvæmd. Hjúkrunarfræðingur/sjúkraliði meta sjúkling skv. Morse byltumati.
Áætlun um endurhæfingu ber að liggja fyrir innan 48 klst frá innlögn. Á þá jafnframt að vera
búið að taka afstöðu til frekari rannsókna. Staðlaðar rannsóknir eru;
1. hefðbundnar blóðrannsóknir með blóðstatus og söltum. 2. serum calcium 3. serum albumin 4. 25-OH vitamín D 5. TSH
Þörfin á DEXA mælingu er einstaklingsbundin.
Meðferð. Grunnmeðferð er; 1) hreyfing; 2) D-vitamín (cholecalciferol) 1000 einingar x 1/dag
+ kalktöflur 250 mg x2/dag. Ef alvarlegur skortur er á D-vitamíni skv. mælingu getur verið
nauðsynlegt að tvöfalda D-vítamín skammtinn.
Fyrir útskrift ber að taka afstöðu til sértækrar meðferðar við beinþynningu sem annars er á
hendi heimilislæknis/öldrunarlæknis.
Skráning. Framkvæmd byltumats og almennar ráðstafanir eru skráðar í skráningu hjúkrunar.
Fyrirmæli um rannsóknir og sértæka meðferð á fyrirmæli lækna.

Verklagsreglur bæklunarskurðdeilda XVI. Útskrift
Markmið.
Að tryggja lágmarks nauðsynlegan legutíma og sátt þeirra sem útskrifast með
gegnsæi.
Ábyrgð. Við innskrift aflar hjúkrunarfræðingur upplýsinga um hagi sjúklings og metur þörf
fyrir frekari aðstoð eftir aðgerð.
Við staðlaðar bæklunaraðgerðir tilgreinir innskriftarlæknir/ritari/hjúkrunarfræðingur áætlaðan
útskriftardag strax við innköllun/innskrift. Er sú áætlun ítrekuð á legudeild að aðgerð lokinni.
Annars gefur ábyrgur sérfræðingur skrifleg fyrirmæli, eftir atvikum í samráði við
hjúkrunarfræðing og sjúkraþjálfara, um útskriftardag.
Ef útskrift er fyrirhuguð á önnur sjúkrahús hefur deildarlæknir við fyrsta tækifæri samband
símleiðis og tilkynnir komu viðkomandi sjúklings. Gengur deildarlæknir frá nauðsynlegum
beiðnum og umsóknum s.s. Sjúkrahótel RKÍ, heilsustofnun NLFÍ o.s.frv.
Framkvæmd.
1. Við bráðainnlagnir aldraðra fyllir hjúkrunarfræðingur deildar út útskriftaráætlun skv. eyðublaði LSH. Hjúkrunarfræðingur virkjar öldrunarteymi og/eða aðra stoðþjónustu ef þörf krefur um leið og endurhæfingaráætlun liggur fyrir. 2. Hjúkrunarfræðingur kannar óskir og þarfir innkallaðra sjúklinga varðandi útskrift á Sjúkrahótel RKÍ eða heilsustofnun NLFÍ. 3. Hjúkrunarfræðingur veitir liðskiptasjúklingum ásamt aðstandenda formlega útskriftarfræðslu skv. gátlista um útskriftarfræðslu. Fer viðtalið að öllu jöfnu fram á þriðja degi eftir aðgerð á fyrirfram ákveðnum tíma. 4. Miðað er við að sjúklingar og aðstandendur fái útskriftarupplýsingar daginn fyrir 5. Reiknað er með að sjúklingar útskrifist kl. 11 að morgni.
Skráning. Áætlaður útskriftardagur er skráður á fyrirmælablað ásamt upplýsingasöfnun
hjúkrunar.


Verklagsreglur bæklunarskurðdeilda XVII. Fjöláverkar
Markmið.
Að samræma vinnulag allra þeirra sem að meðferð fjöláverkasjúklinga koma.
Ábyrgð. Þverfaglegt teymi kemur að meðferð fjöláverkasjúklinga. Í því þurfa að vera eftir
aðstæðum hverju sinni.
1. sérfræðingar ólíkra sérgreina. 2. deildarlæknir sem ber daglega ábyrgð. 3. hjúkrunarfræðingur og sjúkraliði. 4. sjúkraþjálfari/iðjuþjálfari. 5. áfallateymi (sálfræðingur/prestur/hjúkrunarfræðingur) 6. félagsráðgjafi 7. næringarráðgjafi 8. útskriftarteymi
Framkvæmd. Gera skal lista yfir ábyrga meðferðaraðila og þeirra sem koma að meðferð
sjúklings við innlögn á legudeild. Skrá skal nöfn og símanúmer viðkomandi aðila í pappíra til
að tryggja aðgang.
Þverfaglegur teymisfundur skal haldinn innan viku frá komu á deild þar sem meðferðaraðilar
sjúklings koma saman og leggja línurnar um áframhaldandi meðferð. Á þetta við um bæði
frummeðferðaraðila og þá sem um stoðþjónustu halda.
Halda ber fjölskyldufund fljótlega eftir teymisfundinn þar sem farið er yfir það sem gert hefur
verið, hvert núverandi ástand er og hvað er framundan.
Gera skal ítarlega kortlagningu á fjölskylduhögum sjúklings, skýra fjölskyldutré og skrá
tengslanet.
Meta þarf þörf fjölskyldunnar fyrir frekari stuðning og athuga rétt þeirra til slíkrar þjónustu.
Skráning. Á sér stað á þar til gert eyðublað um aðila meðferðarteymis, í upplýsingasöfnun
hjúkrunar og í dagála.


Source: https://orto.hi.is/skrar/tilgangurverklagsreg440.pdf

J.mey

LINGUISTIC CONTRIBUTIONS TO THE SUCCESS OF Brand naming is an important domain of language use in modern commercial society and a field of potential pragmatic interest and investigation. Brand naming is a one-way communicative activity in which brand names are created to communicate the right information to the right people in a right manner. This article argues that linguistic characteristics o

Layout

GESUNDHEIT SCHWYZ BOTE DER URSCHWEIZ | MITTWOCH, 14. DEZEMBER 2011 21 GESUNDHEITSRATGEBER Die meisten Männer bringen ihr Auto jedes Jahr zum Service – um ihren eigenen Körper kümmern sie sich jedoch kaum. Wenn er schmerzt, ignorieren sie es, statt auf die Signale zu hören. KeinWunder haben sie eine niedrigere Lebenserwar- «Ich bin ständig er

Copyright ©2010-2018 Medical Science